top of page

Verkefnið og vinnan

Verkefni okkar Karenar, Katariyu og Milicu fjallar um pýramída jarðarinnar.

Við fjöllum um hönnun, staðsetningu og byggingu þeirra ásamt því að fjalla um náttúrulega þætti sem tengjast pýramídum. Það er frekar algengt að það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar talað er um pýramída sé fullkomnir þríhyrningar, grafhýsi og langir og dimmir gangar um allan pýramídann.

Það er í rauninni svo miklu meira til að hugsa um ef verið er að ræða eða fjalla um pýramída, sérstaklega hönnun þeirra og hugsunina á bak við hana.  

 

Við ræðum um hverjir hönnuðu pýramídana og hverjir byggðu  þá.

Það voru auðvitað aðrir hópar fólks sem áttu hlut í hönnun þeirra en þeir sem byggðu þá. Það fór mikil vinna í byggingu pýramída og mikið efni. Stærðfræðin á bak við pýramídann mikla í Giza er dularfull og kemur vel á óvart, sérstaklega ef við hugsum um hversu langt er síðan hann var byggður.

 

Staðsetning pýramídanna gæti myndað eitthvað ákveðið mynstur sem gaman og áhugavert gæti verið að kanna nánar og segja frá. 

Pýramídarnir eru dreifðir um heiminn en þeir þekktustu eru þeir sem staðsettir eru í Egyptalandi. 

Það væri gaman að fjalla um og lýsa fyrir öðrum upplýsingar um goðsagnir og guði sem forn Egyptar trúðu á þegar pýramídar voru fyrst byggðir því þessar upplýsingar tengja saman þó nokkuð margar sögur.

 

Mikið má ræða um tilgang pýramída, í hvað þeir voru notaðir og hvernig tilgangur þeirra breyttist eftir því sem tíminn leið. 


Meðal þeirra bóka sem við höfum litið í eru:

Byggingarlistasaga Fjölva, Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1981 (Mitchell Beazley bókaútgáfan í London á frummáli). 

 

Pýramídar, höfundur Anne millard, útgáfa Larousse plc, 1996

bottom of page